Sjálfvirk talgreining fyrir íslenskt talmál yfir í ritaðan texta
Tiro og Skrifstofa Alþingis hafa gengið frá þjónustusamning um
þjónustu við talgreini sem þróaðu var af Mál- og raddtæknistofu (e. Language and voice lab) HR fyrir Alþingi.
á mánuði og 0 kr innifaldar
og hver hafin MÍNÚTA
á mánuði og 60 mín innifaldar
og hver hafin MÍNÚTA
Fyrirtækið hóf starfsemi sína í kjölfar styrks sem aðstandendum þess var veittur af hálfu Tækniþróunarsjóðs í þeim tilgangi að þróa talgreini fyrir röntgenlækna.
Starfsfólk Tiro hefur áralanga reynslu af þróun og rannsóknum á sviði talgreiningar. Í hópnum er að finna fólk með fjölbreytta reynslu bæði á sviði rannsókna og úr atvinnulífinu.
Heiti fyrirtækisins er sótt í eftirnafn þræls, og síðar þjóns Cicero, að nafni Marcus Tullius Tiro. Tiro er sagður hafa skrifað niður allar ræður Cicero og gefið þær út eftir að Cicero féll frá. Tiro er einnig sagður hafa komið fram með fyrstu hraðritunartæknina til að sinna verkefnum sínum.
Grunnurinn að starfsemi Tiro er fenginn úr rannsóknum sem stundaðar hafa verið síðastliðin ár innan Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Eigendur fyrirtækisins eru meðlimir í Mál- og raddtæknistofu Gervigreindarsetursins (e. Language and Voice Lab (LVL)).
Tiro er fyrsta fyrirtækið sem býður almennan aðgang að talgreini fyrir íslensku þar sem notendur færa íslenskt tal yfir í texta og geta svo unnið með hann í vefviðmóti. Tiro stefnir að því að vera sífellt í fremstu röð hvað varðar bæði gæði og úrval lausna á sviði talgreiningar fyrir íslensku. Tiro leggur ríka áherslu á að auka gæði talgreina sinna með því að nýta nýjustu tækni sem í boði er á sviði talgreiningar og jafnframt með því að tileinka sér aðferðir sem kynntar eru í rannsóknarheiminum hverju sinni.