Sjálfvirk talgreining fyrir íslenskt talmál yfir í ritaðan texta

Samningur um fyrsta áfanga máltækniáætlunar undirritaður

04.09.2019

Í dag undirrituðu Almannarómur – Miðstöð um máltækni og rannsóknarhópurinn SÍM (Samstarf um íslenska máltækni) samning um smíði innviða í máltækni fyrir íslensku og fór undirritun fram í Vigdísarstofu í Veröld, húsi Vigdísar. Í SÍM eru níu fyrirtæki og stofnanir með sérþekkingu á sviði málvísinda og máltækni. Aðilar að SÍM auk Tiro ehf. eru Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Blindrafélagið, Ríkisútvarpið, Creditinfo Fjölmiðlavaktin ehf., Gammatek ehf. og Miðeind ehf.

Fáðu fyrstu 60 mín fríar!

Mínútur

 • Aðgangur að ritli
 • Aðgangur að 3 síðustu skrám

 • 0kr

  á mánuði og 0 kr innifaldar

  og hver hafin MÍNÚTA

  50kr

  fyrir hljóðskrá

  100kr

  fyrir myndband

Áskrift

 • Aðgangur að ritli
 • Allar skrár á mínum síðum

 • 2.349kr

  á mánuði og 60 mín innifaldar

  og hver hafin MÍNÚTA

  30kr

  fyrir hljóðskrá

  60kr

  fyrir myndband

Sérlausnir

Tiro býður einnig upp á


 • Þróun sérhæfðra talgreina
 • Tengingar við innri kerfi
 • Ráðgjöf á sviði talgreiningar

Sagan

Fyrirtækið hóf starfsemi sína í kjölfar styrks sem aðstandendum þess var veittur af hálfu Tækniþróunarsjóðs í þeim tilgangi að þróa talgreini fyrir röntgenlækna.

Nafnið

Heiti fyritækisins er sótt í eftirnafn þræls, og síðar þjóns, Cisero að nafni Marcus Tullius Tiro. Tiro er sagður hafa skrifað niður allar ræður Cisero og gefið þær út eftir að Cicero féll frá. Tiro er einnig sagður hafa komið fram með fyrstu hraðritunartæknina til að sinna verkefnum sínum.

Meira um Marcus Tullius Tiro »

Rannsóknir

Grunnurinn að starfsemi Tiro er fenginn úr rannsóknum sem stundaðar hafa verið síðastliðin ár innan Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Eigendur fyrirtækissins eru meðlimir í Mál- og raddtæknistofu Gervigreindarsetursins (e. Language and voice lab (LVL)).

Meira um rannsóknir LVL »

Fólkið

Starfsfólk Tiro hefur áralanga reynslu af þróun og rannsóknum á sviði talgreiningar. Í hópnum er að finna fólk með fjölbreytta reynslu bæði á sviði rannsókna og úr atvinnulífinu.

Framtíðarsýn

Tiro er fyrsta fyrirtækið sem býður almennan aðgang að talgreini fyrir íslensku þar sem notendur færa íslenskt tal yfir í texta og geta svo unnið með hann í vefviðmóti. Tiro stefnir að því að vera sífellt í fremstu röð hvað varðar bæði gæði og úrval lausna á sviði talgreiningar fyrir íslensku. Tiro leggur ríka áherslu á að auka gæði talgreina sinna með því að nýta nýjustu tækni sem í boði er á sviði talgreiningar og jafnframt með því að tileinka sér aðferðir sem kynntar eru í rannsóknarheiminum hverju sinni.