Það hefur sýnt sig að margir kjósa nú þegar að horfa á myndefni á netmiðlum án hljóðs og lesa textann til þess að fylgjast með. Textun Tiro hjálpar þér að búa til íslenskan texta við myndbandið þitt, það er síðan auðvelt að bæta textanum við í flestum spilurum, sjá sem dæmi Facebook og YouTube.
Fyrir marga hópa eru ótextuð myndbönd útilokandi. Með því að bæta við texta þá tryggir þú aðgengi til að mynda heyrnarskerta og heyrnarlausa. Einnig geta einstaklingar sem ekki eru með íslensku sem móðurmál átt auðveldar með að fylgjast með efninu ef það er textað.
Við erum í samstarfi við færa yfirlesara sem tryggja þér að nákvæmnin við textunina verði eins mikil og völ er á. Eitt fast mínútu verð á textuðu efni.
Láttu gervigreind gera mestu vinnuna fyrir þig. Okkar talgreinir gefur þér uppkast með nákvæmri tímaröðun á hverju orði og sparar þér tíma og vinnu.
Notendavænt viðmót veitir hverjum sem er möguleika að texta sitt myndband.
Hægt er að fá ýmis skrásnið sem virka til textunar í flestum spilurum: SRT, WebVTT, og fleiri.