Villa kom upp í veflesaranum. Vinsamlega endurhlaðið síðuna og prófið aftur.

Tiro ehf.

Tiro er tæknifyrirtæki sem brúar bilið milli talmáls og ritmáls. Við sköpum notendavænar lausnir sem byggja á máltækni og gervigreind þar sem við leyfum notendum að tala við og hlusta á tölvur og kerfi í stað þess að skrifa og lesa. Starfsmenn Tiro hafa margra ára reynslu af því að vinna með íslenska talgreiningu ýmist við rannsóknir eða þróun lausna. Tiro stefnir að því að vera sífellt í fremstu röð hvað varðar gæði og úrval lausna á sviði talgreiningar fyrir íslensku.

Fyrirtækið hóf starfsemi sína í kjölfar styrks sem aðstandendum þess var veittur af hálfu Tækniþróunarsjóðs í þeim tilgangi að þróa talgreini fyrir röntgenlækna.

Nafnið

Heiti fyrirtækisins er sótt í eftirnafn þræls, og síðar þjóns Cicero, að nafni Marcus Tullius Tiro. Tiro er sagður hafa skrifað niður allar ræður Cicero og gefið þær út eftir að Cicero féll frá. Tiro er einnig sagður hafa komið fram með fyrstu hraðritunartæknina til að sinna verkefnum sínum.

Rannsóknir

Grunnurinn að starfsemi Tiro er fenginn úr rannsóknum sem stundaðar hafa verið síðastliðin ár innan Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Eigendur fyrirtækisins koma frá Mál- og raddtæknistofu Gervigreindarsetursins (e. Language and Voice Lab (LVL)).

Teymið

Róbert Kjaran

Could Not find images

CTO, Tæknistjóri

BSc Rafmagns- og tölvuverkfræði

robert@tiro.is

Dr. Eydís Huld Magnúsdóttir

Could Not find images

CEO, Framkvæmdastjóri

PhD Verkfræði

eydis@tiro.is

Smári Freyr Guðmundsson

Could Not find images

Hugbúnaðarþróun

BSc Tölvunarfræði

smari@tiro.is