Villa kom upp í veflesaranum. Vinsamlega endurhlaðið síðuna og prófið aftur.

Talgreining í rauntíma

Talgreining (e. Automatic Speech Recognition) hefur þróast hratt á undanförnum árum og er nú hægt að umrita íslenskt talmál yfir í texta í rauntíma með mikilli nákvæmni. Útsendingaraðilar geta nú boðið upp á skjátextun á beinum fréttaútsendingum, fyrirlestrum, erindum og öðrum viðburðum. Með því eykst aðgengi þeirra sem eru heyrnarlausir eða heyrnarskertir en einnig er oft stór hópur áhorfenda sem vill fylgjast með inntaki viðburðarins í aðstæðum þar sem ekki er hægt að spila hljóðið. Textun sem þessi getur líka gagnast þeim sem eru að læra ný tungumál og geta með textun bæði hlustað og lesið tungumálið á sama tíma.

Hvernig virkar þetta?

how-it-worksVið vitum að það er að mörgu að huga þegar verið er að setja upp beinar útsendingar og því er kerfið hannað til þess að vera sem einfaldast í notkun. Útsendingarstjóri skilgreinir upphafs- og endatíma á viðburði sínum og setur inn streymislykil (e. RTMP key) í vefviðmótið. Textunarvefþjónninn ræsist sjálfkrafa á upphafstíma og byrjar að taka á móti streymi. Vefþjónninn tekur við efninu, textar það, brennir textann inn í myndina og sendir svo út með útveguðum streymislykli í hvaða vefspilara sem er svo fremi sem hann taki á móti RTMP streymi. Kerfið er hannað til þess að vera hraðvirkt og biðtíminn (e. Latency) er aðeins um fimm sekúndur. Uppsetninguna á viðburðinum má undirbúa vel fram í tímann til þess að það trufli ekki á útsendingardaginn.

Hafið samband og fáið að prófa í dag.->

Dæmi um notkun

Á UTmessunni 2022 voru öll erindi í aðalfyrirlestrarsal textuð í beinni útsendingu, einnig þau sem grínistinn Ari Eldjárn flutti.
Frá árinu 2021 höfum við textað fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sem er einn af okkar fyrstu viðskiptavinum.
Heilbrigðisþing 2022, Alma Möller.

Hvað er á döfinni?

Þessi lausn er í stöðugri þróun og við erum spennt að vinna áfram að því að bæta hana fyrir notendur okkar. Hér eru nokkur dæmi um það sem verið er að vinna í og má búast við í uppfærslum á næstu misserum:

  • Að texti streymis sé, að útsendingu lokinni, sendur sjálfvirkt sem nýtt skjal í ritilinn á talgreinir.is þar sem hægt er að sækja SRT skrá eða vinna meira með textann.
  • Að hægt verði að birta textann í innbyggðum skjátextakerfum ýmissa vefspilara. En það verður háð útfærslum á hverjum og einum vefspilara.
  • Sjálfvirk skipting á milli talgreiningar fyrir íslensku annars vegar og ensku hins vegar.
  • Hægt verði að auka vægi ákveðins orðaforða en þannig má til dæmis tryggja að nöfn og orðaforði ákveðins sérsviðs, sem kann að vera utan hefðbundins talmáls, skili sér réttar.