Talgreining (e. Automatic Speech Recognition) hefur þróast hratt á undanförnum árum og er nú hægt að umrita íslenskt talmál yfir í texta í rauntíma með mikilli nákvæmni. Útsendingaraðilar geta nú boðið upp á skjátextun á beinum fréttaútsendingum, fyrirlestrum, erindum og öðrum viðburðum. Með því eykst aðgengi þeirra sem eru heyrnarlausir eða heyrnarskertir en einnig er oft stór hópur áhorfenda sem vill fylgjast með inntaki viðburðarins í aðstæðum þar sem ekki er hægt að spila hljóðið. Textun sem þessi getur líka gagnast þeim sem eru að læra ný tungumál og geta með textun bæði hlustað og lesið tungumálið á sama tíma.
Við vitum að það er að mörgu að huga þegar verið er að setja upp beinar útsendingar og því er kerfið hannað til þess að vera sem einfaldast í notkun. Útsendingarstjóri skilgreinir upphafs- og endatíma á viðburði sínum og setur inn streymislykil (e. RTMP key) í vefviðmótið. Textunarvefþjónninn ræsist sjálfkrafa á upphafstíma og byrjar að taka á móti streymi. Vefþjónninn tekur við efninu, textar það, brennir textann inn í myndina og sendir svo út með útveguðum streymislykli í hvaða vefspilara sem er svo fremi sem hann taki á móti RTMP streymi. Kerfið er hannað til þess að vera hraðvirkt og biðtíminn (e. Latency) er aðeins um fimm sekúndur. Uppsetninguna á viðburðinum má undirbúa vel fram í tímann til þess að það trufli ekki á útsendingardaginn.
Þessi lausn er í stöðugri þróun og við erum spennt að vinna áfram að því að bæta hana fyrir notendur okkar. Hér eru nokkur dæmi um það sem verið er að vinna í og má búast við í uppfærslum á næstu misserum: