Villa kom upp í veflesaranum. Vinsamlega endurhlaðið síðuna og prófið aftur.

Sjálfvirk talgreining fyrir íslenskt talmál yfir í ritaðan texta

Prófa lausnir

Talað við tækin

Tiro er fremst á sviði talgreiningar á íslensku en það er tæknin sem breytir tali yfir í texta. Prófa má talgreini Tiro með því búa til aðgang að ritlinum.

Tækin fá rödd

Talgervill er tæknin sem breytir texta yfir í talað mál. Prófa má nýjar íslenskar talgervilsraddir sem unnar voru í samstarfi Háskólans í Reykjavík, Grammatek og Tiro sem hluti af Máltækniáætlun stjórnvalda.

Bætt aðgengi að vefum

Með því að setja veflesara á vefsíður verður efni vefsins aðgengilegra. Veflesarinn var þróaður af Háskólanum í Reykjavík en Tiro hýsir talgervilsraddirnar sem veflesarinn notar.

RÚV streymi þarfnast Javascript stuðnings

Dagskrá RÚV textuð í rauntíma

Rauntímatextun getur aukið aðgengi og hjálpað við að koma skilaboðum til sem flestra. Í nútímatækniumhverfi er orðið algengt að áhorf fari fram án hljóðs og því komast skilaboð frekar til áhorfenda með textun. Sjá má talgreini Tiro texta dagskrá RÚV í spilaranum.

Okkar þjónusta

RauntímaTextun

Beinar útsendingar verða aðgengilegri með sjálfvirkri textun í rauntíma.

Sérsniðin talgreining

Við sköpum notendavænar lausnir sem byggja á íslenskri máltækni og gervigreind. Við höfum áralanga reynslu af þróun og innleiðingu á lausnum þar sem persónuvernd og gagnaöryggi er í hæsta forgangi.

SkjáTextun

SkjáTextun Tiro hjálpar þér að bæta íslenskum texta við myndbandið þitt hratt og örugglega.

Um Tiro

Tiro er tæknifyrirtæki sem brúar bilið milli talmáls og ritmáls. Við sköpum notendavænar lausnir sem byggja á máltækni og gervigreind þar sem við leyfum notendum að tala við og hlusta á tölvur og kerfi í stað þess að skrifa og lesa. Starfsmenn Tiro hafa margra ára reynslu af því að vinna með íslenska talgreiningu ýmist við rannsóknir eða þróun lausna. Tiro stefnir að því að vera sífellt í fremstu röð hvað varðar gæði og úrval lausna á sviði talgreiningar fyrir íslensku.

Reykjavik University logoTechonlogy Fund logoAlthingi logoLandsspitali logo